Viðskipti erlent

Evrópudómstóllinn skilgreinir Uber sem leigubílaþjónustu

Kjartan Kjartansson skrifar
Stjórnendur Uber hafa sagt að fyrirtækið tengi aðeins fólk saman með snjalsímaforriti og að það sé ekki leigubílaþjónusta.
Stjórnendur Uber hafa sagt að fyrirtækið tengi aðeins fólk saman með snjalsímaforriti og að það sé ekki leigubílaþjónusta. Vísir/AFP

Akstursþjónustan Uber þarf að lúta reglum um leigubíla í ríkjum Evrópusambandsins samkvæmt úrskurði Evrópudómstólsins. Stjórnendur fyrirtækisins höfðu haldið því fram að það væri upplýsingatæknifyrirtæki. Þeir segja að breytingin hafi ekki mikil áhrif á starfsemina í Evrópu.

Sérfræðingar segja aftur á móti að úrskurður Evrópudómstólsins gæti haft áhrif á deilihagkerfið svonefnda. Dómstólinn sagði að það væri í höndum aðildarríkja ESB að semja reglur um flutningaþjónustu á borð við Uber, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

Frances O‘Grady, aðalritari breska verkalýðsfélagasambandsins TUC, segir að úrskurðurinn þýði að Uber þurfi að starfa eftir sömu reglum og allir aðrir.

„Tækniframfarir ætti að nýta til þess að gera vinnuna betra, ekki til að snúa aftur í vinnufyrirkomulag sem við töldum okkur hafa sagt skilið við fyrir áratugum,“ segir hún.

Innkoma Uber á markað hefur verið umdeild í sumum löndum. Skammt er síðan að borgaryfirvöld í London ákváðu að endurnýja ekki starfsleyfi fyrirtækisins þar. Hefðbundnar leigubílaþjónustur hafa talið Uber grafa undan markaðinum með undirboðum.


Tengdar fréttir

Borgaryfirvöld í London hafna endurnýjun á starfsleyfi Uber

Í ákvörðuninni segir að aðferðum fyrirtækisins við að tilkynna glæpi sé ábótavant og að bakgrunnur bílstjóra þess sé illa kannaður. Málið verður tekið fyrir á mánudaginn en búist er við að aðalmeðferð fari fram á næsta ári.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
5,11
14
50.451
ICEAIR
2,95
34
234.414
SIMINN
2,83
27
416.767
REGINN
2,29
14
153.964
EIM
2,23
15
226.541

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MARL
-0,39
12
242.543
SYN
-0,23
9
140.003
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.