Sport

Conor: Ég á nóg eftir

Dagur Lárusson skrifar
Conor McGregor á ennþá nóg eftir
Conor McGregor á ennþá nóg eftir vísir/getty

Bardagakappinn Conor McGregor segir að hann eigi enn nóg eftir í sér og því muni hann halda áfram að berjast eins lengi og hann getur.

Eins og frægt er orðið þá tapaði McGregor fyrir Floyd Mayweather í boxbardaga í ágúst en síðan þá hefur McGregor tekið sér pásu. McGregor barðist síðast í UFC í nóvember á síðasta ári og því eru aðdáendur hans búnir að bíða lengi.

„Ég met stöðu  mína alltaf út frá því hversu mikinn skaða ég hef hlotið,“ segir Conor.

„Ég spyr sjálfan mig alltaf að því hversu mikinn skaða ég hef hlotið, hvernig heilinn minn er, hvernig heilsa mín er, hvernig líkaminn minn er og hversu mikið hungur ég hef o.s.frv.“

„Þannig met ég það hversu mikið ég á eftir í þessum bardagaheimi og ég finn að ég á enn þá mikið eftir.“

„Þetta er ekki endilega spurning um peninga því ég hef ástríðu fyrir því að berjast, ég elska að berjast. Ég mun halda því áfram svo lengi sem ég hef heilsuna og löngunina til þess að gera það.“

Það er spurning hver næsti andstæðingur McGregor verður en Tony Ferguson hefur verið nefndur sem mögulegur andstæðingur.


Tengdar fréttir

Mayweather segist ekki ætla að semja við UFC

Það varð allt vitlaust í MMA-heiminum í gær er Dana White, forseti UFC, staðfesti að sambandið ætti í viðræðum við boxarann Floyd Mayweather um að koma og berjast í MMA-bardaga.

Khabib: Það á að taka beltið af Conor

Það er meira en ár síðan Conor McGregor varð léttvigtarmeistari hjá UFC og það liggur ekki enn fyrir hvenær hann ætlar að verja beltið sitt.

Mayweather í viðræðum við UFC

Það er búið að slúðra um það í nokkurn tíma að UFC eigi í viðræðum við boxarann Floyd Mayweather um að keppa fyrir sambandið. Það virðist vera mikið til í því slúðri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.