Lífið

Stikla úr nýju Mamma Mia myndinni loks komin

Atli Ísleifsson skrifar
Amanda Seyfried og Meryl Streep birtast aftur á skjánum. Þvílíka veislan!
Amanda Seyfried og Meryl Streep birtast aftur á skjánum. Þvílíka veislan!

Universal Pictures hefur loks birt stiklu úr framhaldsmynd Mamma Mia!, Mamma Mia! Here We Go Again, sem frumsýnd verður í júlí á næsta ári.

Tíu ár verða á næsta ári liðin frá því að fyrri myndin var frumsýnd og er ljóst að aðdáendur mega eiga von á góðu.

Í stiklunni má sjá góðkunningja úr fyrri myndina birtast á ný – meðal annars þau persónur þeirra Meryl Streep, Pierce Brosnan, Colin Firth, Stellan Skarsgård, Amanda Seyfried og fleiri. Þá fer Cher einnig með hlutverk í myndinni.

Í nýju myndinni verður meðal annars fylgst með forsögu fyrri myndarinnar, þegar Donna átti í ástarsambandi við þá Sam Carmichael, Harry Bright og Bill Anderson og eignaðist síðar Sophie.

Sjá má stikluna að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.