Sport

Sunna nýliði ársins

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sunna er ósigruð á atvinnumannaferlinum
Sunna er ósigruð á atvinnumannaferlinum

Sunna Rannveig Davíðsdóttir var útnefnd besti nýi bardagakappin á árinu (e. Breakthrough Fighter), en hún vann báða bardaga sína á fyrsta ári hennar í atvinnumennsku.

Sunna er ósigruð í atvinnubardögum, en hún keppti sinn fyrsta atvinnubardaga í september 2016.

Í ár sigraði hún hinar bandarísku Mallory Martin og Kelly D'Angelo. Sunna ætlaði sér að keppa í fleiri bardögum á árinu, en meiðsli á hendi settu strik í reikninginn.

Sunna fetar í fótspor Gunnars Nelson, en hann fékk þennan titil árið 2012.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.