Viðskipti erlent

Stjórnarformaður Google stígur til hliðar

Kjartan Kjartansson skrifar
Eric Schmidt, fráfarandi stjórnarformaður Alphabet.
Eric Schmidt, fráfarandi stjórnarformaður Alphabet. Vísir/AFP

Eric Schmidt, stjórnarformaður Alphabet, móðurfyrirtækis netrisans Google, ætlar að stíga til hliðar í næsta mánuði. Hann mun áfram sitja í stjórn fyrirtækisins og starfa sem tæknilegur ráðgjafi.

Alls hefur Schmidt starfað hjá Google í sautján ár. Hann var tilnefndur stjórnarformaður fyrirtækisins í mars 2001 og tók við sem forstjóri í ágúst sama ár. Því starfi gegndi hann fram í apríl 2011 en þá tók Schmidt við sem formaður framkvæmdastjórnar Google.

Þegar Alphabet var stofnað við endurskipulagningu Google í ágúst 2015 varð Schmidt stjórnarformaður móðurfélagsins, að því er segir í frétt CNN.

Á Twitter segist Schmidt, sem er 62 ára gamall, ætla að helga sig vísindum, tækni og mannúðarstarfi af enn frekari krafti.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
15,92
38
11.432.075
N1
2,91
6
159.731
SKEL
2,89
8
126.910
HEIMA
2,65
5
10.256
SJOVA
2,21
4
74.920

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
-6,21
11
8.784
TM
-1,66
6
98.600
ORIGO
-1,12
1
29.662
EIK
-0,48
8
146.770
REITIR
-0,06
2
15.992