Körfubolti

Tólfti sigur Cleveland í röð á heimavelli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
LeBron James fór mikinn gegn Chicago í nótt.
LeBron James fór mikinn gegn Chicago í nótt. Vísir/Getty

LeBron James skoraði 34 stig þegar Cleveland vann sinn tólfta heimasigur í röð í NBA-deildinni í nótt, í þetta sinn gegn Chicago, 115-112.

James var með ellefu stig í fjórða leikhluta og setti niður tvö vítaskot þegar rúmar tíusekúndur voru eftir af leiknum. Það dugði til að tryggja sigurinn og binda enda á sjö leikja sigurgöngu Chicago.Kevin Love skoraði 27 stig en stigahæstur hjá Chicaco var Finninn Lauri Markkanen með 25 stig.

Tyronn Lue, þjálfari Cleveland, veiktist skömmu fyrir leik og gat því ekki verið á hliðarlínunni í nótt.

New York vann Boston, 102-93. Michael Beasley átti stórleik og skoraði 32 stig, þar af 28 í síðari hálfleik. Hann hélt Kristaps Porzingis á bekknum í fjórða leikhluta.

Porzingis sneri aftur í lið New York í nótt eftir að hafa verið frá vegna meiðsla. Það gekk hins vegar ekkert hjá honum og brenndi hann af öllum ellefu skotum sínum utan af velli í leiknum.

Hjá Boston var Kyrie Irving stigahæstur með 32 stig.Toronto vann Philadelphia, 114-109, eftir að hafa verið mest 22 stigum undir í leiknum. DeMar DeRozan átti stórleik og skoraði 45 stig en Joel Embiid missti af enn einum leiknum hjá Philadelphia vegna meiðsla.Úrslit næturinnar:
Cleveland - Chicago 115-112
Philadelphia - Toronto 109-114
New York - Boston 102-93
Phoenix - Memphis 97-95
Utah - San Antonio 100-89

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.