Erlent

Íslandi ekki boðið í teiti Bandaríkjanna

Atli Ísleifsson skrifar
Nikki Haley er sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum.
Nikki Haley er sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Vísir/AFP
Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þóðunum, hefur sent út boðskort þar sem fulltrúum nokkurra ríkja heims er boðið í samkvæmi snemma í janúar. Þar verður þeim þakkað fyrir fyrir það vinarþel sem ríkin hafa sýnt Bandaríkjunum.

Ríkin sem um ræðir eru þau níu sem kusu á móti ályktun allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í gær þar sem ákvörðun Bandaríkjanna um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels er fordæmd.

Sjá einnig: Bandaríkin munu ekki gleyma árás allsherjarþingsins

Fulltrúar þeirra 39 ríkja sem sátu hjá og þess 21 ríkis sem ekki greiddu atkvæði, fá einnig að koma í veisluna.

Meirihluta aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna, eða þeim 128 ríkjum sem samþykktu ályktunina, er hins vegar ekki boðið. Þar á meðal er Ísland og fjöldi ríkja sem ávallt hafa verið vinveitt Bandaríkjunum.


Tengdar fréttir

Bandaríkin munu ekki gleyma árás allsherjarþingsins

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ályktaði gegn ákvörðun Bandaríkjaforseta um sendiráðsflutninga til Jerúsalem. Bandaríkjamenn hóta því að skera á fjárstuðning og Ísraelar segja þingið lygasamkundu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×