Körfubolti

Fær að fara úr fangelsinu til að spila með Lakers

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Caldwell-Pope í leik með Lakers.
Caldwell-Pope í leik með Lakers. vísir/getty

Kentavious Caldwell-Pope, bakvörður LA Lakers, þarf að dúsa í steininum yfir jólin en fær engu að síður að mæta á æfingar hjá Lakers og spila heimaleiki liðsins.

Caldwell-Pope braut skilorð á dögunum og var í kjölfarið dæmdur til þess að sitja inni í 25 daga. Það léttir eflaust lundina að fá að mæta á æfingar en hann verður engu að síður að vera með ökklaband er hann yfirgefur fangelsið.

Þó svo hann fái að æfa með liðinu þá er ekki svo mikill jólaandi í fangelsismálayfirvöldum að þau leyfi honum að spila útileiki með Lakers.

Hann fær að spila heimaleikina en mun missa af útileikjum á Gamlárs- og Nýársdag.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.