Körfubolti

Magnað myndband af Thomas er honum var skipt til Cleveland

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þetta voru erfiðir tímar í lífi Thomas.
Þetta voru erfiðir tímar í lífi Thomas.

Það er búið að birta myndband af NBA-stjörnunni Isaiah Thomas þar sem hann er nýbúinn að fá fréttir af því að honum hafi verið skipt frá Boston til Cleveland.

Thomas var aðalstjarnan í Boston-liðinu en félagið vildi frekar fá Kyrie Irving. Danny Ainge hjá Boston tók ákvörðunina að senda Thomas frá félaginu og lét hann eðlilega vita fyrstan allra.Thomas var þá nýkominn heim til sín í Seattle úr ferðalagi. Hann var ekki einu sinni búinn að taka upp úr töskunum er hann fékk þessi erfiðu tíðindi.

Myndavélar voru í kringum hann sem sýndu fyrstu viðbrögð. Hann var eðlilega ekki hress með Ainge.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.