Erlent

Nýr sendiherra Bandaríkjanna sagði eigin orð vera „falskar fréttir“

Samúel Karl Ólason skrifar
„Ég kallaði þetta ekki falskar fréttir. Ég notaði þau orð ekki í dag. Það held ég ekki.“
„Ég kallaði þetta ekki falskar fréttir. Ég notaði þau orð ekki í dag. Það held ég ekki.“
Nýr sendiherra Bandaríkjanna í Hollandi, Pete Hoekstra, þvertók fyrir í nýlegu viðtali að hafa sagt að múslímar væru að brenna bíla jafnt sem stjórnmálamenn í Hollandi. Sömuleiðis sagðist hann ekki hafa sagt að í Hollandi væru svæði þar sem lögreglan þorði ekki á. Svokölluð „No-go zones“.

Fréttamaðurinn var að vísa til umræðu frá árinu 2015 en Hoekstra, sem er fyrrverandi þingmaður Repúblikanaflokkinn, sagði við Wouter Zwart ,fréttamann Nieuwsuur, að þetta væru „falskar fréttir“.

„Þetta sagði ég ekki. Þetta er í raun ekki satt. Við myndum kalla þetta falskar fréttir,“ sagði Hoekstra.

Því næst sýndi Zwart Hoekstra myndband af ummælunum.

„Íslamistar eru nú orðnir svo öflugir að óreiða ríkir í Evrópu. Í Hollandi er óreiða, þar sem bílar eru brenndir, stjórnmálamenn eru brenndir. Og já, það eru „no-go“ svæði í Hollandi,“ sagði Hoekstra árið 2015.

Eftir að hann fékk að sjá myndband af ummælum sínum og eftir að hann var spurður af hverju hann segði þetta vera falskar fréttir, staðhæfði Hoekstra að hann hefði ekki sagt þetta vera falskar fréttir. Þó hann hefði sagt það einungis augnablikum áður.

„Ég kallaði þetta ekki falskar fréttir. Ég notaði þau orð ekki í dag. Það held ég ekki.“

Myndband af hinu vandræðalega viðtali má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×