Bíó og sjónvarp

Hitað upp fyrir X-Files

Samúel Karl Ólason skrifar
David Duchovny og Gillian Anderson í hlutverkum Fox Mulder og Dana Scully.
David Duchovny og Gillian Anderson í hlutverkum Fox Mulder og Dana Scully.

Þegar síðasta þáttaröð X-Files endaði í febrúar var útlitið ekki gott fyrir Fox Mulder og Dana Scully. Heimurinn virtist vera að líða undir lok vegna smitsjúkdóms og geimskip sveif yfir Scully. Nú er komið að svörum.

Forsvarsmenn X-Files hafa birt stiklu þar sem farið er yfir nýju þáttaröðina og hvað hún muni bjóða upp á.

Síðasta þáttaröð, sem sýnd var í byrjun árs, var einungis sex þættir. Að þessu sinni eru þeir tíu. Framleiðendurnir lofa því að nú verði þættirnir líkari gömlu og góðu þáttunum.

Þættirnir verða sýndir á Stöð 2 og sá fyrsti þann 4. janúar. Degi á eftir frumsýningunni í Bandaríkjunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.