Erlent

Norður-Kórea fordæmir glæpsamleg Bandaríkin

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu.
Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Nordicphotos/AFP
Stjórnvöld í Norður-Kóreu fordæmdu í gær „glæpsamlega“ hegðun Bandaríkjanna. Utanríkisráðuneyti einræðisríkisins sakaði Donald Trump forseta um að leitast eftir algjörri undirokun heimsbyggðarinnar með þjóðaröryggisstefnu sinni. Frá þessu greindi ríkissjónvarpið KCNA.

Trump kynnti hina nýja stefnu á mánudag þar sem hann gagnrýndi Norður-Kóreu fyrir kjarnorkuvopnatilraunir sínar sem fram færu þrátt fyrir fordæmingu Bandaríkjanna og Sameinuðu þjóðanna. Í stefnunni er meðal annars kveðið á um að mögulega þurfi að beita „yfirþyrmandi afli“ gegn einræðisríkinu.

Talsmaður utanríkisráðuneytis Norður-Kóreu sagði við KCNA í gær að stefnan sýndi fram á árásargirni Bandaríkjanna. „Þau reyna nú að hamla vexti ríkis okkar og vilja breyta Kóreuskaga öllum í bækistöð sína í von um að styrkja stöðu sína á heimsvísu,“ sagði talsmaðurinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×