Erlent

Norður-Kórea fordæmir glæpsamleg Bandaríkin

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu.
Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Nordicphotos/AFP

Stjórnvöld í Norður-Kóreu fordæmdu í gær „glæpsamlega“ hegðun Bandaríkjanna. Utanríkisráðuneyti einræðisríkisins sakaði Donald Trump forseta um að leitast eftir algjörri undirokun heimsbyggðarinnar með þjóðaröryggisstefnu sinni. Frá þessu greindi ríkissjónvarpið KCNA.

Trump kynnti hina nýja stefnu á mánudag þar sem hann gagnrýndi Norður-Kóreu fyrir kjarnorkuvopnatilraunir sínar sem fram færu þrátt fyrir fordæmingu Bandaríkjanna og Sameinuðu þjóðanna. Í stefnunni er meðal annars kveðið á um að mögulega þurfi að beita „yfirþyrmandi afli“ gegn einræðisríkinu.

Talsmaður utanríkisráðuneytis Norður-Kóreu sagði við KCNA í gær að stefnan sýndi fram á árásargirni Bandaríkjanna. „Þau reyna nú að hamla vexti ríkis okkar og vilja breyta Kóreuskaga öllum í bækistöð sína í von um að styrkja stöðu sína á heimsvísu,“ sagði talsmaðurinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.