Körfubolti

Ellefu sigrar hjá meisturunum í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kevin Durant skoraði 33 stig fyrir Golden State.
Kevin Durant skoraði 33 stig fyrir Golden State. vísir/getty
Golden State Warriors skaust á topp Vesturdeildarinnar í NBA með sigri á Los Angeles Lakers, 113-106, í nótt. Þetta var ellefti sigur liðsins í röð.

Kevin Durant skoraði 33 stig fyrir Golden State og tók auk þess sjö fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Jordan Bell var með 20 stig og 10 fráköst.

Fimmtíuogeitt stig James Harden dugði Houston Rockets ekki til sigurs gegn Los Angeles Clippers. Lokatölur 118-128, Clippers í vil.

Austin Rivers skoraði 36 stig fyrir Clippers og Lou Williams kom með 32 stig af bekknum. Harden bar af í liði Houston, skoraði 51 stig og gaf átta stoðsendingar. Houston hefur tapað tveimur leikjum í röð.

Russell Westbrook skoraði 30 stig og gaf 15 stoðsendingar þegar Oklahoma City Thunder bar sigurorð af Atlanta Hawks, 120-117. Þetta var þriðji sigur Oklahoma í röð en liðið er á uppleið eftir slæma byrjun á tímabilinu.

Úrslitin í nótt:

Golden State 113-106 LA Lakers

Houston 118-128 LA Clippers

Oklahoma 120-117 Atlanta

Detroit 104-101 NY Knicks

Orlando 97-111 New Orleans

Brooklyn 119-84 Washington

Milwaukee 109-104 Charlotte

Miami 113-101 Dallas

Portland 85-102 Denver

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×