Menning

Mýrin ein af 50 bestu glæpasögum síðustu 50 ára að mati gagnrýnanda Times

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Arnaldur Indriðason.
Arnaldur Indriðason. Vísir/Andri marínó

Gagnrýnandi breska dagblaðsins Times hefur valið Mýrina eftir Arnald Indriðason eina af 50 bestu glæpasögum síðustu 50 ára.

Í umsögn gagnrýnandans um Mýrina er söguþráður bókarinnar rakinn í örstuttu máli. Söguhetjan, rannsóknarlögreglumaðurinn Erlendur, er sagður „drungalegur“ og hið margfræga fámenni á Íslandi er einnig tekið til umfjöllunar.

„Á Íslandi, með sína 330 þúsund íbúa, eru líklegast fleiri góðir glæpasagnahöfunda en í nokkru öðru landi, miðað við höfðatölu,“ skrifar gagnrýnandinn og bendir enn fremur á að tiltölulega stutt sé síðan byrjað var að þýða íslenskar bókmenntir á ensku.

Á lista Times eru, auk Arnaldar, heimsþekktir glæpasagnahöfundar. Þar má nefna rithöfunda á borð við Gillian Flynn, sem skrifaði bókina Gone Girl, James Ellroy, höfund LA Confidential og hinn norska Jo Nesbø.

Lista Times má lesa í heild sinni á vef blaðsins en Mýrin, sem á ensku ber titilinn Jar City, er í undirflokki helguðum norrænum glæpasögum. Skáldsagan var fyrst gefin út árið 2000 og sex árum síðar kom út samnefnd kvikmynd í leikstjórn Baltasar Kormáks.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.