Handbolti

Leiðir Díönu og ÍBV skilja

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Díana Kristín hefur leikið sinn síðasta leik fyrir ÍBV.
Díana Kristín hefur leikið sinn síðasta leik fyrir ÍBV. mynd/íbv
Díana Kristín Sigmarsdóttir er hætt hjá ÍBV. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu.

Díana óskaði eftir því að losna undan samningi þar sem ekki var hægt að taka starfsnám í Vestmannaeyjum í því námi sem hún stundar samhliða handboltanum eins og gert hafði verið ráð fyrir.

Þar af leiðandi hefði búseta hennar í Vestmannaeyjum orðið til þess að hún hefði þurft að hætta í háskólanámi eða hætta í handbolta, þar sem erfitt hefði verið fyrir hana að uppfylla samnninginn.

Því hafa félagið og leikmaðurinn gert með sér samkomulag um að hún hætti að leika fyrir ÍBV og eru báðir aðilar sáttir við starfslokin.

Díana kom til ÍBV frá Fjölni fyrir tímabilið. Hún skoraði 30 mörk í 12 leikjum fyrir ÍBV í Olís-deild kvenna.

ÍBV situr í 4. sæti Olís-deildar kvenna með 15 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×