Handbolti

Arnór með fjögur mörk og fjórar stoðsendingar í sigri Aalborg

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnór í leik með íslenska landsliðinu.
Arnór í leik með íslenska landsliðinu. vísir/getty

Arnór Atlason og Janus Daði Smárason voru drjúgir þegar Aalborg vann sjö marka sigur, 28-35, á SönderjyskE á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Arnór skoraði fjögur mörk og gaf fjórar stoðsendingar í leiknum. Janus Daði skoraði fimm mörk og var næstmarkahæstur í liði Aalborg. Aron Kristjánsson er þjálfari Aalborg sem er í 4. sæti deildarinnar.

Skjern skellti sér á toppinn með eins marks sigri, 31-30, á Skanderborg. Tandri Már Konráðsson komst ekki á blað í liði Skjern.

Ólafur Gústafsson skoraði sjö mörk þegar Kolding laut í lægra haldi fyrir Bjerringbro-Silkeborg, 25-30.

Sigvaldi Guðjónsson var næstmarkahæstur í liði Århus sem tapaði 35-31 fyrir Tönder á útivelli.

Sigvaldi skoraði fimm mörk úr hægra horninu. Ómar Ingi Magnússon skoraði þrjú mörk og Róbert Gunnarsson tvö.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.