Handbolti

Arnór með fjögur mörk og fjórar stoðsendingar í sigri Aalborg

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnór í leik með íslenska landsliðinu.
Arnór í leik með íslenska landsliðinu. vísir/getty
Arnór Atlason og Janus Daði Smárason voru drjúgir þegar Aalborg vann sjö marka sigur, 28-35, á SönderjyskE á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Arnór skoraði fjögur mörk og gaf fjórar stoðsendingar í leiknum. Janus Daði skoraði fimm mörk og var næstmarkahæstur í liði Aalborg. Aron Kristjánsson er þjálfari Aalborg sem er í 4. sæti deildarinnar.

Skjern skellti sér á toppinn með eins marks sigri, 31-30, á Skanderborg. Tandri Már Konráðsson komst ekki á blað í liði Skjern.

Ólafur Gústafsson skoraði sjö mörk þegar Kolding laut í lægra haldi fyrir Bjerringbro-Silkeborg, 25-30.

Sigvaldi Guðjónsson var næstmarkahæstur í liði Århus sem tapaði 35-31 fyrir Tönder á útivelli.

Sigvaldi skoraði fimm mörk úr hægra horninu. Ómar Ingi Magnússon skoraði þrjú mörk og Róbert Gunnarsson tvö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×