Erlent

Gagnagrunnur yfir „hin skemmdu epli“ kvikmyndaiðnaðarins

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Á dögunum var gagnagrunnur yfir"skemmd epli“ Hollywood opnaður.
Á dögunum var gagnagrunnur yfir"skemmd epli“ Hollywood opnaður. Vísir/Getty

Fólk sem starfar innan auglýsingabransans hefur tekið höndum saman og opnað gagnagrunn yfir „hin skemmdu epli“ Hollywood eða yfir þá menn sem starfa við þátta-og kvikmyndagerð sem hafa gerst sekir um ósæmilega hegðun.



Þau Tal Wagman, Annie Johnston, Justice Erolin og Bekah Nutt frumsýndu gagnagrunninn á dögunum á vefsvæðinu https://therottenappl.es/ en síðan er ætluð til þess að auðvelda fólki að ná utan um þá flóðbylgju frásagna kvenna sem hefur riðið yfir heimsbyggðina frá því New York Times greindi fyrst frá kynferðisbrotum kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein.



Allt frá því að fréttir um Weinstein tóku að berast opnuðust flóðgáttir reynslusagna kvenna í kvikmyndaiðnaðinum um kynferðislega áreitni undir myllumerkinu #MeToo eða „ég líka“. Reynslusögurnar eru það margar að fólk þarf að hafa sig allt við til að vera með á nótunum.



Gagnagrunnurinn virkar þannig að hver sem er getur skrifað inn í leitardálk heiti á sjónvarpsefni til þess að fá frekari upplýsingar um það hvort einhver tengdur framleiðslu viðkomandi efnis hafi verið sakaður um kynferðislega áreitni.



Ef Þáttaröðinni House of Cards er flett upp í gagnagrunninum koma upp upplýsingar um ásakanir á hendur aðalleikara þáttanna, Kevin Spacey, sem fer með hlutverk Francis Underwood.

Margir hafa stigið fram með ásakanir á hendur leikaranum Kevin Spacey.Skjáskot af vefsvæði gagnagrunnsins


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×