Körfubolti

Martin stoðsendingahæstur á vellinum í sigri

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Martin skoraði sjö stig og gaf átta stoðsendingar.
Martin skoraði sjö stig og gaf átta stoðsendingar. vísir/getty

Martin Hermannsson var stoðsendingahæstur á vellinum þegar Chalons-Reims vann átta stiga sigur, 69-77, á Pau-Lacq-Orthez í frönsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Martin gaf átta stoðsendingar á liðsfélaga sína í leiknum í kvöld. Þetta er persónulegt met hjá honum í frönsku úrvalsdeildinni.

Martin hitti hins vegar ekki vel, ekki frekar en í síðasta leik, en aðeins þrjú af 10 skotum hans rötuðu rétta leið. Martin endaði með sjö stig.

Haukur Helgi Pálsson og félagar í Cholet lutu í gras fyrir Le Mans, 65-47. Eins og lokatölurnar gefa til kynna var sóknarleikur Cholet ekki upp á marga fiska í kvöld.

Haukur Helgi skoraði fjögur stig, tók tvö fráköst og gaf þrjár stoðsendingar.

Cholet og Chalons-Reims eru jöfn að stigum í 13. og 14. sæti deildarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.