Innlent

Tólf til fimmtán þúsund manns í Kringluna á aðfangadag

Erla Björg Gunnarsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa
Verslanir voru opnar til klukkan tólf í miðbæ Reykjavíkur í dag og í verslunarmiðstöðvunum, Kringlunni og Smáralind, var opið til klukkan eitt. Verslanir Kringlunnar opnuðu klukkan 10 í morgun og fyrstu viðskiptavinirnir voru mættir á slaginu tíu.
Verslanir voru opnar til klukkan tólf í miðbæ Reykjavíkur í dag og í verslunarmiðstöðvunum, Kringlunni og Smáralind, var opið til klukkan eitt. Verslanir Kringlunnar opnuðu klukkan 10 í morgun og fyrstu viðskiptavinirnir voru mættir á slaginu tíu.

Tólf til fimmtán þúsund manns fara í Kringluna á aðfangadag til að klára jólainnkaupin. Kaupmaður sem hefur staðið vaktina í áratugi segir jólin ekki koma án þess að vera bakvið búðarborðið og að stemningin á aðfangadag sé alveg einstök.

Verslanir voru opnar til klukkan tólf í miðbæ Reykjavíkur í dag og í verslunarmiðstöðvunum, Kringlunni og Smáralind, var opið til klukkan eitt. Verslanir Kringlunnar opnuðu klukkan 10 í morgun og fyrstu viðskiptavinirnir voru mættir á slaginu tíu.

Framkvæmdastjóri Kringlunnar er sérlega ánægður með hve margir sýndu hlýhug í verki og settu jólagjöf undir tréð handa börnum á Íslandi sem fá engar eða fáar gjafir.

„Í ár erum við að telja næstum því 10.000 gjafir sem bera landanum fagurt vitni um hlýjan hug og samhug á þessari stund barnanna,“ segir Sigurjón Örn Þórðarson.
 
Sigurjón segir kaupmenn líka sátta við jólavertíðina sem hefur verið góð í ár þrátt fyrir utanlandsferðir landans og netverslun.

„Hvað varðar aðfangadag sjálfan þá koma á bilinu 12 til 15 þúsund á þessum þremur klukkutímum. Það eru margir á síðustu stundu þannig að það er mikil ástæða til þess að hafa opið.“

Vilhjálmur Vilhjálmsson, verslunarstjóri Herragarðsins, hefur staðið vaktina á aðfangadag í nítján ár.

„Það er brjálað að gera á aðfangadag og alltaf verið. Mennirnir eru að ná í skyrturnar sem þeir eiga ekki til heima og konan að redda síðustu gjöfinni þannig að það er alltaf nóg að gera,“ segir Vilhjálmur.

Og jólaverslunin er fastur liður í hátíðarhöldunum.

„Jólin væru ekki til nema þetta væri. Jólin fyrir mér er að vinna í þessum bransa og aðstoða. Það er ómissandi og ég veit ekki hvað ég ætti að gera annað.“



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.