Erlent

Páfi líkti flóttamönnum við Maríu og Jósef

Kjartan Kjartansson skrifar
Páfi á bæn við messu á aðfangadagskvöld. Hann er hvergi nærri hættur þessi jólin því hann messar aftur á jóladag.
Páfi á bæn við messu á aðfangadagskvöld. Hann er hvergi nærri hættur þessi jólin því hann messar aftur á jóladag. Vísir/AFP

Flóttamenn voru Frans páfa kaþólsku kirkjunnar ofarlega í huga í jólamessu hans á aðfangadagskvöld. Hvatti páfi kaþólikka til að gleyma ekki lífsbaráttu milljóna flóttamanna sem hefðu hrakist að heiman. Líkti hann þeim við Maríu og Jósef úr Biblíunni sem ferðuðust á milli Betlehem og Nazaret án þess að finna stað til dvelja á.

„Svo mörg spor eru falin í fótsporum Jósefs og Maríu. Við sjáum spor milljóna manna sem velja ekki að hverfa á braut heldur hrekjast af landi sínu og neyðast til að segja skilið við ástvini sína,“ sagði páfi, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

Margir flóttamenn hafi neyðst til að flýja undan einræðisherrum sem víli ekki fyrir sér að úthella blóði sakleysingja. Trú kaþólikka byði þeim að taka útlendingum opnum örmum.

Um tuttugu og tveir milljónir manna eru nú sagðar á flótta í heiminum. Á þessu ári hafa róhingjar streymt frá Búrma yfir til Bangladess undan ofbeldi stjórnarhersins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×