Innlent

Ferðalangar höfðust við í neyðarskýli á Fróðárheiði á aðfangadagskvöld

Kjartan Kjartansson skrifar
Vonskuveður var á sunnanverðu Snæfellsnesi og til fjalla með miklum vindi og úrkomu. Myndin var tekin á Fróðárheiði í gærkvöldi.
Vonskuveður var á sunnanverðu Snæfellsnesi og til fjalla með miklum vindi og úrkomu. Myndin var tekin á Fróðárheiði í gærkvöldi. Ægir Þór Þórðarson
Björgunarsveitarfólk var kallað út til að aðstoða fólk sem var í vanda statt í vonskuveðri á Fróðárheiði á tólfta tímanum í gærkvöldi. Þrír bílar sátu fastir á heiðinni og þurfti fólkið að halda til í neyðarskýli þar til björgunarsveitir komu á staðinn.

Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu kemur fram að tveir hópar björgunarsveitarfólks hafi farið af stað frá Rifi. Annar hópurinn fór yfir heiðina en hinn keyrði fyrir Snæfellsjökul og hafði meðferðis lyf sem þurfti að koma áleiðis til Arnarstapa. Ekki hafði tekist að koma lyfjunum þangað sökum ófærðar og veðurs og hafði verið óskað eftir aðstoð björgunarsveitarfólks til að koma þeim í réttar hendur.

Björgunarsveitarfólk frá Rifi var komið upp á Fróðárheiði um miðnætti til þess að athuga með fólkið sem sat þar fast. Hópurinn hélt svo áfram yfir heiðina en sunnan megin við hana sat bíll með fjóra farþega fastur og var óökufær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×