Enski boltinn

Pep: Agüero er orðin goðsögn

Dagur Lárusson skrifar
Pep Guardiola hefur góða ástæðu til þess að brosa þessa dagana.
Pep Guardiola hefur góða ástæðu til þess að brosa þessa dagana. vísir/getty
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að Argentínumaðurinn Sergio Agüero sé orðin goðsögn hjá félaginu.

Agüero skoraði tvö mörk í sigri liðsins gegn Bournemouth á laugardaginn og er hann nú kominn með 101 mark í öllum keppnum fyrir Manchester City.

„Agüero er sérstakur leikmaður. Hann er orðin goðsögn og ég er svo ánægður þegar hann spilar vel og skorar mörk,” sagði Pep.

Þrátt fyrir frábært gengi liðsins segir Pep að liðið sé þó langt frá því að vera fullkomið.

„Þetta var önnur frábær frammistaða, við vorum andlega og líkamlega tilbúnir. En þú getur alltaf bætt þig í fótbolta, bæði sem einstaklingur og sem ein heild,” sagði stjórinn.

„Við erum ekki að stefna að því að vera fullkomnir, við stefnum að því að bæta okkur í hverjum einasta leik því fullkomnum er ekki til og við vitum það.”

Næsti leikur Manchester City er gegn Newcastle á miðvikudaginn en þá getur liðið unnið sinn átjánda deildarleik í röð.


Tengdar fréttir

Sautjándi sigur City í röð

Manchester City vann sinn sautjánda leik í röð þegar liðið bar sigurorð af Bournemouth, 4-0, á Etihad í 19. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×