Innlent

Margir ferðamenn í bænum: „Við enduðum á því að borða Ali baba í jólamatinn“

Nadine Guðrún Yaghi skrifar

Talsvert var um ferðamenn í miðbæ Reykjavíkur í dag og voru flestir afar ánægðir með að eyða jólunum hér á landi. Sumir höfðu þó ekki gert sér grein fyrir lokunum á aðfangadagskvöld og neyddust til að taka með miðausturlenskt sjawarma á hótelherbergið í jólamatinn.

Á árunum áður komst enginn fljúgandi til Íslands á jóladag en lengst af hafa flugsamgöngur lengið niðri á Keflavíkurflugvelli á þessum degi. Nú eru hins vegar breyttir tímar. Að því er fram kemur á vef túrista.is er þetta annað árið í röð þar sem boðið er upp á áætlunarflug hingað til lands á jóladag.

Ísland er afar vinsæll sem áfangastaðar ferðamanna um jól og áramót og leggur fjöldi ferðamanna leið sína til hingað yfir hátíðirnar. Í ár virðist enginn undantekning vera þar á en miðbærinn var fullur af ferðamönnum í dag sem virtust alsælir þrátt fyrir að víða kæmu þeir að lokuðum dyrum í dag.

Flestir voru meðvitaðir um að víða væri lokað í búðum og á veitingastöðum í gær og í dag en það voru hins vegar ekki allir. „Við enduðum á því að kaupa okkur Ali baba og fara með á hótelherbergið og borða það í jólamatinn,“ segir Sara Groome, ferðamaður, í samtali við fréttastofu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.