Innlent

Einmana jólatré í sandi gekk í endurnýjun lífdaga

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Gísli og Þórunn með jólatréð í baksýn.
Gísli og Þórunn með jólatréð í baksýn. Vísir/Magnús Hlynur

Einmana jólatré á söndunum við Þorlákshöfn hefur öðlast nýtt líf eftir að hjón á staðnum tóku sig til og fóru að skreyta jólatréð með jólaseríum. Tréð fær mikla athygli vegfarenda á leið í og úr Þorlákshöfn.

Hjónin Gísli Eiríksson og Þórunn Jónsdóttir sem búa í Þorlákshöfn hafa vitað lengi af trénu á sandinum nokkrum kílómetrum áður en komið er til Þorlákshafnar.

Þeim fannst tréð alltaf einmana, enda eina grenitréð á stóru svæði, eitt og yfirgefið. Þau ákváðu að taka tréð í fóstur um jólin og skreyta það vegfarendum og íbúum Þorlákshafnar til mikillar ánægju.

„Þetta átti nú bara að vera svona létt grín í upphafi,“ segir Þórunn. 

„Mér sýnist að öllu að þessu hafi annaðhvort verið hent hingað eftir jól eða fokið af bíl,“ segir Gísli. 1400 perur eru á trénu glæsilega.

Rætt var við Þórunni og Gísla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sjá að neðan.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.