Körfubolti

Boston tapaði toppsætinu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kyrie Irving var að venju atkvæðamikill hjá Boston.
Kyrie Irving var að venju atkvæðamikill hjá Boston. vísir/getty

Boston Celtics tapaði í nótt toppsæti Austurdeildar NBA til Toronto Raptors.

Celtic tapaði fyrir Washington Wizards, 103-111, á heimavelli. John Wall hafði betur í baráttunni gegn Kyrie Irving í leikstjórnendastöðunni með 21 stig og 14 stoðsendingar fyrir Wizards á meðan Irving gerði 20 stig og 5 stoðsendingar hjá Celtic.

Til að strá salti í sár Celtic meiddist Jaylen Brown í leiknum og yfirgaf höllina á hækjum. Celtic hefur nú tapað fimm af síðustu tíu leikjum sínum.


Meistararnir í Golden State mættu LeBron James og félögum í Cleveland Cavaliers í viðureign liðanna sem hafa mæst í úrslitaeinvígi deildarinnar síðustu tvö ár.

Leikurinn var nokkuð jafn allan tímann, Cleveland vann fyrsta leikhluta 28-24, en Warriors komu til baka í öðrum leikhluta og var staðan 46-44 í hálfleik fyrir heimamenn í Golden State.

Warriors héldu forystunni út leikinn, þó aldrei hefði munurinn orðið mikill, og fóru að lokum með 99-92 sigur.
Úrslit næturinnar:
New York Knicks - Philadelphia 76ers 105-98
Golden State Warriors - Cleveland Cavaliers 99-92
Boston Celtics - Washington Wizards 103-111
Los Angeles Lakers - Minnesota Timberwolves 104-121
Oklahoma City Thunder - Houston Rockets 112-107

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.