Íslenski boltinn

Ana Victoria lætur gott af sér leiða

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ana Victoria í leik gegn Breiðabliki í sumar.
Ana Victoria í leik gegn Breiðabliki í sumar. vísir/anton

Ana Victoria Cate, leikmaður Stjörnunnar í Pepsi deild kvenna, hefur gengið til liðs við Juan Mata og Common Goal samtökin.

Samtökin snúast um það að atvinnumenn í knattspyrnu gefi 1 prósent launa sinna í góðgerðarmál til þess að hjálpa börnum sem minna mega sín.

Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðsmarkvörður og leikmaður Nordsjælland í Danmörku, varð í nóvember fyrstur Íslendinga til þess að taka þátt í verkefninu.

Spánverjinn Juan Mata stofnaði samtökin, en í dag eru í þeim 33 knattspyrnumenn, meðal annars Mats Hummels, Shinji Kagawa og Kasper Schmeichel.
Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.