Íslenski boltinn

Ana Victoria lætur gott af sér leiða

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ana Victoria í leik gegn Breiðabliki í sumar.
Ana Victoria í leik gegn Breiðabliki í sumar. vísir/anton
Ana Victoria Cate, leikmaður Stjörnunnar í Pepsi deild kvenna, hefur gengið til liðs við Juan Mata og Common Goal samtökin.

Samtökin snúast um það að atvinnumenn í knattspyrnu gefi 1 prósent launa sinna í góðgerðarmál til þess að hjálpa börnum sem minna mega sín.

Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðsmarkvörður og leikmaður Nordsjælland í Danmörku, varð í nóvember fyrstur Íslendinga til þess að taka þátt í verkefninu.

Spánverjinn Juan Mata stofnaði samtökin, en í dag eru í þeim 33 knattspyrnumenn, meðal annars Mats Hummels, Shinji Kagawa og Kasper Schmeichel.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×