Sport

Mayweather skorar á Bryant

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Floyd Mayweather
Floyd Mayweather vísir/getty

Hnefaleikakappinn Floyd Mayweather skoraði á Kobe Bryant í körfuboltaeinvígi.

Bryant er einn besti leikmaður NBA deildarinnar frá upphafi og treyjan hans var hengd upp á vegg hallarinnar þar sem LA Lakers spila leiki sína á dögunum. Að því tilefni setti Bryant stutta teiknimynd á Instagram.

Mayweather skrifaði við myndina „Ég er tilbúinn til að keppa við þig einn á einn og spila upp á eina milljón dollara.“

Þetta væri ekki í fyrsta skipti sem Mayweather mætti stórstjörnu úr annari íþróttagrein, en hann vann Conor McGregor í frægum bardaga fyrr á árinu.

Bryant hefur enn ekki svarað þessari áskorun Mayweather.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.