Handbolti

Íslendingarnir óstöðvandi í Svíþjóð

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ólafur hefur skorað meira í búningi Kristianstad
Ólafur hefur skorað meira í búningi Kristianstad vísir/getty

Kristianstad vann sinn fjórtánda deildarleik í röð í dag þegar liðið hafði betur gegn Sävehof á útifelli í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Ólafur Guðmundsson skoraði tvö mörk fyrir Kristianstad og þeir Arnar Freyr Arnarsson og Gunnar Steinn Jónssson gerðu sitt markið hvor.

Kristianstad vann leikinn 25-28, en staðan í hálfleik var 9-13 gestunum í vil.

Liðið er á toppi sænsku deildarinnar með 10 stiga forskot á Malmö í öðru sætinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.