Handbolti

Alexander með fimm mörk í sjötta sigri Löwen í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alexander Petersson átti góðan leik fyrir Löwen.
Alexander Petersson átti góðan leik fyrir Löwen. vísir/getty

Alexander Petersson skoraði fimm mörk þegar Rhein-Neckar Löwen náði tveggja stiga forskoti á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta með sigri á Stuttgart, 23-29.

Þetta var sjötti sigur Löwen í röð og liðið er ansi líklegt til að vinna þýska meistaratitilinn þriðja árið í röð. Guðjón Valur Sigurðsson var ekki meðal markaskorara hjá Löwen í dag.

Füchse Berlin, sem er í 2. sæti deildarinnar, gerði jafntefli, 23-23, við Magdeburg á heimavelli. Gestirnir voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 11-16, og þremur mörkum yfir, 20-23, þegar rúmar þrjár mínútur voru til leiksloka.

Bjarki Már Elísson skoraði eitt marka Berlínarrefanna í leiknum í dag.

Hannover-Burgdorf gerði jafntefli, 27-27, við Flensburg á útivelli. Hannover var fjórum mörkum yfir, 23-27, þegar tæpar fimm mínútur voru eftir.

Rúnar Kárason skoraði eitt mark fyrir Hannover sem er í 3. sæti deildarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.