Handbolti

Fjórir sterkir leikmenn úr leik hjá Serbum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Momir Rnic verður ekki með á EM.
Momir Rnic verður ekki með á EM. vísir/getty

Fjórir sterkir leikmenn hafa helst úr lestinni hjá serbneska handboltalandsliðinu fyrir EM í Króatíu í næsta mánuði.

Þetta eru þeir Strahinja Milic, Momir Rnic, Ilija Abutovic og Rastko Stojkovic.Milic er markvörður sem leikur með Evrópumeisturum Vardar. Abutovic, sem er rétthent skytta, leikur einnig með Vardar.

Stojkovic er reyndur línumaður sem leikur með Meshkov Brest í Hvíta-Rússlandi.

Rnic er rétthent skytta sem leikur með Þýskalandsmeisturum Rhein-Neckar Löwen.

Serbía er í riðli með Íslandi, Króatíu og Svíþjóð á EM. Íslendingar mæta Serbum í lokaleik riðilsins 16. janúar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.