Körfubolti

Dallas stöðvaði Toronto

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Leikmenn Dallas voru grimmir í nótt.
Leikmenn Dallas voru grimmir í nótt. vísir/getty

Sex leikja sigurganga Toronto Raptors tók enda í nótt er liðið lenti í klónum á Dallas Mavericks.

Hörkuleikur þar sem Dallas marði tíu stiga sigur. Þetta var aðeins tíundi sigur Dallas í vetur sem er búið að tapa 25 leikjum. Þetta var níunda tap Toronto.

Miami vann Flórída-slaginn gegn Orlando. Það má liðið þakka frábærum síðari hálfleik sem liðið vann með 24 stigum.

Chicago vann svo í hörkuslag gegn Milwaukee þar sem Mirotic kom með 24 stig af bekknum hjá Chicago.

Úrslit:

Detroit-Indiana  107-83
Dallas-Toronto  98-93
Miami-Orlando  107-89
Milwaukee-Chicago  106-115
San Antonio-Brooklyn  109-97
Denver-Utah  107-83
Phoenix-Memphis  99-97
LA Clippers-Sacramento  122-95

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.