Erlent

Gríðarlegt fannfergi í Pennsylvaníu

Atli Ísleifsson skrifar
Loka hefur þurft leikskólum og búðum og þá hafa flugsamgöngur raskast verulega.
Loka hefur þurft leikskólum og búðum og þá hafa flugsamgöngur raskast verulega. twitter

Neyðarástandi var lýst yfir í borginni Erie í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum á jóladag sökum mikillar snjókomu.

86 sentimetrar af jafnföllnum snjó huldu borgina og nágrenni hennar og ekkert lát varð á í gær, á öðrum degi jóla, þegar annað eins bættist í skaflana.

Flest allir vegir í borginni eru lokaðir og búist er við áframhaldandi ofankomu í dag.

Borgin er á bökkum Erie vatns og þar fellur nú hvert metið á eftir öðru hvað varðar snjókomu og snjómagn.

Loka hefur þurft leikskólum og búðum og þá hafa flugsamgöngur raskast verulega.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.