Körfubolti

Popovich: Við erum drulluríkir og þurfum ekki alla þessa peninga

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pop skilur ekkert í ríku fólki sem lætur ekki gott af sér leiða.
Pop skilur ekkert í ríku fólki sem lætur ekki gott af sér leiða. vísir/getty

Gregg Popovich, þjálfari San Antonio Spurs, segir að þær íþróttastjörnur sem láti ekki gott af sér leiða séu hálfvitar.

„Við erum drulluríkir og þurfum ekki alla þessa peninga. Það er til fullt af fólki sem þarf meira á peningum að halda. Ef þú ert í svona stöðu og gefur ekki af þér til samfélagsins þá ertu hálfviti,“ sagði Popovich en hann er mjög virkur í samfélagsstarfi og leggur til fé víða þar sem þörf er á þeim.

Það fer ekki alltaf hátt þegar Popovich er að gefa af sér en hann tekur sífellt þátt í fleiri verkefnum og hvetur aðra til þess að gera slíkt hið sama.

Þessa dagana er hann að vinna við að safna fé til fórnarlamba fellibyljanna í karabíska hafinu.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.