Sport

Sagði að liðsfélagi sinn væri krabbamein

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
NFL-ferill Apple hefur farið hörmulega af stað.
NFL-ferill Apple hefur farið hörmulega af stað. vísir/getty
Nýliði NY Giants, Eli Apple, hefur átt hörmulegt tímabil og liðsfélagar hans eru ekki hrifnir af honum innan sem utan vallar.

Apple var valinn tíundi í nýliðavalinu og voru gerðar miklar væntingar til hans fyrir tímabilið. Hann spilar stöðu bakvarðar hjá Giants og það er búið að pakka honum saman í allan vetur.

„Það er einn bakvörður hjá okkur sem þarf að þroskast. Það vita allir hver það er,“ sagði Landon Collins sem spilar með Apple í vörninni.

„Það er eini maðurinn sem ég myndi taka úr liðinu. Ég elska hina strákana sem leggja endalaust á sig. Þeir spila af hörku og elska vinnuna sína. Strákurinn sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu af okkur er krabbamein.“

Collins hefur lent saman við Apple þó nokkrum sinnum á tímabilinu og er greinilega ekki hættur að segja stráknum til syndanna.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×