Sport

Sagði að liðsfélagi sinn væri krabbamein

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
NFL-ferill Apple hefur farið hörmulega af stað.
NFL-ferill Apple hefur farið hörmulega af stað. vísir/getty

Nýliði NY Giants, Eli Apple, hefur átt hörmulegt tímabil og liðsfélagar hans eru ekki hrifnir af honum innan sem utan vallar.

Apple var valinn tíundi í nýliðavalinu og voru gerðar miklar væntingar til hans fyrir tímabilið. Hann spilar stöðu bakvarðar hjá Giants og það er búið að pakka honum saman í allan vetur.

„Það er einn bakvörður hjá okkur sem þarf að þroskast. Það vita allir hver það er,“ sagði Landon Collins sem spilar með Apple í vörninni.

„Það er eini maðurinn sem ég myndi taka úr liðinu. Ég elska hina strákana sem leggja endalaust á sig. Þeir spila af hörku og elska vinnuna sína. Strákurinn sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu af okkur er krabbamein.“

Collins hefur lent saman við Apple þó nokkrum sinnum á tímabilinu og er greinilega ekki hættur að segja stráknum til syndanna.

NFL


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.