Sport

Stóð við 25 ára gamalt loforð og keypti hús handa mömmu sinni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Woodley hugsar vel um mömmu sína.
Woodley hugsar vel um mömmu sína. vísir/getty

Veltivigtarmeistari UFC, Tyron Woodley, átti góð jól og ekki síst af því hann gat staðið við gamalt loforð.

Er hann var tíu ára gamall sagði hann við mömmu sína að hann myndi ná langt í íþróttum. Hann myndi í kjölfarið kaupa handa henni hús. Nú 25 árum síðar gat hann staðið við stóru orðin og mamman fékk nýja húsið sitt í jólagjöf. Ekki ónýtt.

Ekki er ljóst við hvern Woodley berst næst en það gæti verið tilkynnt nú fyrir áramót.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.