Erlent

Nefna lestarstöð við Grátmúrinn í höfuðið á Trump

Atli Ísleifsson skrifar
Donald Trump heimsótti Grátmúrinn í maí síðastliðinn.
Donald Trump heimsótti Grátmúrinn í maí síðastliðinn. Vísir/AFP

Ísraelsk yfirvöld hyggjast nefna nýja neðanjarðarlestarstöð nærri Grátmúrnum í Jerúsalem í höfuðið á Donald Trump Bandaríkjaforseta. Frá þessu greinir Haaretz og vísar í ísraelska samgönguráðherrann Yisrael Katz.

Ákvörðun Ísraelsstjórnar kemur í kjölfar ákvörðunar Trump að viðurkenna Jersúalem sem höfuðborg Ísraels og að undirbúningur verði hafinn við að flytja sendiráð Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem.

Framkvæmdir við umrædda lestarstöð standa nú yfir í gyðingahverfinu í gamla bænum. „Grátmúrinn er helgastur staða í huga gyðinga og ég hef ákveðið að nefna lestarstöðina við múrinn í höfuðið á forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, eftir hugrakka og sögulega ákvörðun hans að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis,“ segir Katz.

Með ákvörðun sinni fylgir ráðherrann ráðleggingum nefndar á vegum ísraelska lestarfélagsins.

Katz sagði stöðina munu fá nafnið Donald John Trump stöðin, og verður hún ein af tveimur nýjum stöðvum á nýrri háhraðalestarleið milli Tel Avív og Jerúsalem. Leiðin mun liggja um Ben-Gurion flugvöllinn og borgina Modi'in.


Tengdar fréttir



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.