Körfubolti

Dýrfinna inn í landsliðshópinn fyrir Helenu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Dýrfinna Arnardóttir.
Dýrfinna Arnardóttir. Vísir/Eyþór

Dýrfinna Arnardóttir fær tækifæri til þess að sanna sig fyrir Ívari Ásgrímssyni, landsliðsþjálfara kvenna í körfubolta, en hún var valin í landsliðshópinn sem hélt í æfingaferð til Lúxemborgar í dag.

Þetta er í fyrsta skipti sem Dýrfinna, sem spilar með Haukum í Domino's deild kvenna, fær sæti í landsliðshópnum.

Það eru því þrír nýliðar í hópnum sem tekur þátt í æfingamóti í boði körfuknattleikssambands Lúxemborgar, en Isabella Ósk Sigurðardóttir og Sóllilja Bjarnadóttir eru einnig að stíga sín fyrstu skref með landsliðinu.

Dýrfinna kemur inn fyrir Helenu Sverrisdóttir, sem spilar í Slóvakíu með sínu gamla liði Good Angels Kosice í desember og janúar.

Landslið Íslands á æfingamótinu í Lúxemborg:
Berglind Gunnarsdóttir · Snæfell
Birna Valgerður Benónýsdóttir · Keflavík
Dýrfinna Arnardóttir · Haukar
Elín Sóley Hrafnkelsdóttir · Valur
Guðbjörg Sverrisdóttir · Valur
Hildur Björg Kjartansdóttir · Spánn
Isabella Ósk Sigurðardóttir · Breiðablik
Ragna Margrét Brynjarsdóttir · Stjarnan
Sandra Lind Þrastardóttir · Danmörk
Sóllilja Bjarnadóttir · Breiðablik
Thelma Dís Ágústsdóttir · Keflavík
Þóra Kristín Jónsdóttir · Haukar
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.