Handbolti

Gott kvöld hjá íslensku þjálfurunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alfreð og félagar unnu fimm síðustu deildarleiki sína á árinu 2017.
Alfreð og félagar unnu fimm síðustu deildarleiki sína á árinu 2017. vísir/getty

Íslensku þjálfararnir í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta stýrðu sínum liðum til sigurs í kvöld.

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel unnu öruggan 10 marka sigur á TuS N-Lübbecke, 29-19, á heimavelli. Þetta var fimmti deildarsigur Kiel í röð.

Nikola Bilyk, Niclas Ekberg og Patrick Wiencek skoruðu fimm mörk hver fyrir Kiel sem er í 5. sæti deildarinnar.

Erlangen, sem Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar, vann afar mikilvægan sigur á Leipzig, 27-26.

Erlangen hefur aðeins tapað einum af síðustu fjórum leikjum sínum og er nú fimm stigum frá fallsæti.

Það gekk ekki jafn vel hjá gamla liðinu hans Aðalsteins, Hüttenberg, sem tapaði 28-17 fyrir Göppingen.

Ragnar Jóhannsson skoraði sex mörk fyrir Hüttenberg sem situr á botni deildarinnar með sjö stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.