Körfubolti

Martin og Haukur Helgi kvöddu árið 2017 með sigrum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Martin átti góðan leik fyrir Chalons-Reims.
Martin átti góðan leik fyrir Chalons-Reims. vísir/getty

Martin Hermannsson var næststigahæstur í liði Chalons-Reims sem bar sigurorð af Gravelines-Dunkerque, 83-72, í síðasta leik sínum á árinu.

Þetta var þriðji sigur Chalons-Reims í síðustu fjórum leikjum. Liðið er í 12. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar.

Martin skoraði 14 stig þrátt fyrir að hitta illa utan af velli. Hann tók einnig sjö fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Chalons-Reims vann þær mínútur sem íslenski landsliðsmaðurinn var inn á með 14 stigum.

Cholet, lið Hauks Helga Pálssonar, vann 12 stiga sigur á Antibes, 90-78, á heimavelli. Cholet er í 9. sæti deildarinnar.

Haukur Helgi skoraði 12 stig og tók þrjú fráköst í leiknum í kvöld. Cholet vann þær mínútur sem hann var inn á með 17 stigum. Enginn leikmaður í liði Cholet kom jafn vel út úr plús/mínus tölfræðinni og Haukur Helgi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.