Sjötti sigur Thunder í röð

Það er sigling á Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni yfir hátíðirnar en í nótt vann liðið sinn sjötta sigur í röð er það mætti Toronto.
Russell Westbrook skoraði 30 stig, gaf 13 stoðsendingar og tók 8 fráköst fyrir Thunder í nótt. Paul George var stigahæstur í liðinu með 33 stig. Thunder er 12-3 í desember.
Rajon Rondo varð elsti leikmaður í sögu NBA-deildarinnar til þess að gefa 25 stoðsendingar í leik. Því náði hann í leik New Orleans og Brooklyn í nótt. Rondo er 31 árs og 308 daga gamall. Jason Kidd var sá síðasti sem náði slíkum áfanga en það var árið 1996.
Úrslit:
Charlotte-Boston 91-102
Indiana-Dallas 94-98
Atlanta-Washington 113-99
Chicago-NY Knicks 92-87
Minnesota-Denver 128-125
New Orleans-Brooklyn 128-113
Oklahoma-Toronto 124-107
Sacramento-Cleveland 109-95
Golden State-Utah 126-101
LA Lakers-Memphis 99-109
Staðan í NBA-deildinni.