Körfubolti

Sjötti sigur Thunder í röð

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Westbrook fagnar í nótt.
Westbrook fagnar í nótt. vísir/getty

Það er sigling á Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni yfir hátíðirnar en í nótt vann liðið sinn sjötta sigur í röð er það mætti Toronto.

Russell Westbrook skoraði 30 stig, gaf 13 stoðsendingar og tók 8 fráköst fyrir Thunder í nótt. Paul George var stigahæstur í liðinu með 33 stig. Thunder er 12-3 í desember.

Rajon Rondo varð elsti leikmaður í sögu NBA-deildarinnar til þess að gefa 25 stoðsendingar í leik. Því náði hann í leik New Orleans og Brooklyn í nótt. Rondo er 31 árs og 308 daga gamall. Jason Kidd var sá síðasti sem náði slíkum áfanga en það var árið 1996.

Úrslit:

Charlotte-Boston  91-102
Indiana-Dallas  94-98
Atlanta-Washington  113-99
Chicago-NY Knicks  92-87
Minnesota-Denver  128-125
New Orleans-Brooklyn  128-113
Oklahoma-Toronto  124-107
Sacramento-Cleveland  109-95
Golden State-Utah  126-101
LA Lakers-Memphis  99-109

Staðan í NBA-deildinni.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.