Sport

Harrison eyðilagði arfleifð sína hjá Steelers

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hinn grjótharði Harrison hitar hér upp í fimbulkulda fyrir leik með Steelers.
Hinn grjótharði Harrison hitar hér upp í fimbulkulda fyrir leik með Steelers. vísir/getty
Leikmenn Pittsburgh Steelers eru margir hverjir ósáttir við James Harrison og segja að hann hafi viljandi komið sér frá félaginu.

Það vakti mikla athygli á Þorláksmessu er Pittsburgh Steelers ákvað að rifta samningi við hinn 39 ára gamla James Harrison. Það vakti ekki síður athygli er hann samdi við erkifjendur Steelers, New England Patriots, nokkrum dögum síðar.

Fólk skildi það vel að hann hafi tekið tilboði Patriots þar sem Steelers hafi losað sig við hann. Nú vilja leikmenn Steelers aftur á móti meina að Harrison hafi stýrt atburðarrásinni þannig að hann kæmist til Patriots.

„Ef ég vildi komast frá félaginu þá myndi ég ekki láta félagið taka á sig sökina. Ég myndi bara segjast vilja fara. Þannig er ég sem maður. Ég myndi ekki ljúga,“ sagði Maurkice Pouncey, leikmaður Steelers, afar svekktur með fyrrum félaga sinn.

„Hann vildi komast burt frá félaginu og þarf að viðurkenna það. Hann er búinn að eyðileggja arfleifð sína hjá Steelers. Þetta er alger bilun.“

Harrison gæti mætt sínu gamla félagi í úrslitakeppninni sem verður öll í beinni á Stöð 2 Sport í upphafi næsta árs.

NFL

Tengdar fréttir

Harrison óvænt orðinn leikmaður Patriots

Það kom mörgum á óvart er Pittsburgh Steelers ákvað að losa sig við járnmanninn James Harrison. Það gæti sprungið í andlitið á Steelers því Harrison er genginn í raðir erkifjenda Steelers, New England Patriots.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×