Sport

Ætlaði í búrið en endaði í tannlæknastólnum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lineker lætur rífa úr sér tönn í gær.
Lineker lætur rífa úr sér tönn í gær. mynd/instagram-síða lineker

Það hefur þurft að gera eina breytingu á UFC 219 um næstu helgi þar sem Brasilíumaðurinn John Lineker fékk sýkingu í tönn og varð að draga sig úr bardaganum gegn Jimmie Rivera með skömmum fyrirvara.

Lineker, sem er þekktur harðjaxl, var alveg að drepast í tönninni og þegar hún var skoðuð almennilega kom í ljós að sýkingin var verri en upphaflega var talið. Það þurfti því að rífa tönn úr honum í gær.

Frekar neyðarlegt fyrir Lineker sem mun örugglega passa upp á að fara oftar til tannlæknis í framtíðinni.

Bardagi Dan Hooker og Marc Diakiese mun verða á meðal aðalbardaga kvöldsins í staðinn.

Bardagakvöldið verður í beinni á Stöð 2 Sport og verður hitað upp fyrir bardagakvöldið í Búrinu á Stöð 2 Sport í kvöld. Þá verður einnig farið farið ítarlega yfir árið hjá UFC.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.