Körfubolti

Rondo með flestar stoðsendingar í leik síðan 1996

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rajon Rando skoraði tvö stig, tók sjö fráköst og gaf 25 stoðsendingar í sigri New Orleans á Brooklyn í nótt.
Rajon Rando skoraði tvö stig, tók sjö fráköst og gaf 25 stoðsendingar í sigri New Orleans á Brooklyn í nótt. vísir/getty

Rajon Rando gaf hvorki fleiri né færri en 25 stoðsendingar þegar New Orleans Pelicans bar sigurorð af Brooklyn Nets, 128-113, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Rondo varð þar með fyrsti leikmaðurinn til að gefa 25 stoðsendingar í einum leik í NBA í 21 ár. Sá síðasti til að afreka það var Jason Kidd sem gaf 25 stoðsendingar í sigri Dallas Mavericks á Utah Jazz 8. febrúar 1996.

Aðeins fimm aðrir leikmenn hafa gefið 25 stoðsendingar eða meira í einum og sama leiknum í sögu NBA; Scott Skiles, John Stockton, Kevin Johnson, Nate McMillan og Isiah Thomas. Skiles á metið yfir flestar stoðsendingar í leik (30).

Rondo skoraði sjálfur aðeins tvö stig í leiknum gegn Brooklyn í nótt en bjó til 58 stig með stoðsendingum sínum.

Þetta var persónulegt stoðsendingamet á ferli Rondos og met í sögu New Orleans. Chris Paul átti gamla metið (21 stoðsending).

New Orleans hefur unnið þrjá leiki í röð, alla með 14 stigum eða meira.

NBA

Tengdar fréttir

Sjötti sigur Thunder í röð

Það er sigling á Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni yfir hátíðirnar en í nótt vann liðið sinn sjötta sigur í röð er það mætti Toronto.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.