Lífið

Sýnir stæltan líkamann ber að ofan í snjónum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Léttklæddur leikari.
Léttklæddur leikari. Vísir / Skjáskot af Instagram

Leikarinn Ryan Phillippe, sem er 43ja ára gamall, gladdi aðdáendur sína á Instagram um jólin með því að birta mynd af sé berum að ofan í snjónum. 

Ryan er í fantagóðu formi og virðist hafa náð góðum bata eftir slys síðasta sumar þar sem hann fótbrotnaði. Ryan lenti fyrir mannlausum bíl sem hann var að reyna að stoppa áður en bifreiðin lenti á mannmergð stutt frá honum.

 
A post shared by ryan (@ryanphillippe) on

Ryan deildi fullt af myndum af bata sínum á Instagram og ef marka má samfélagsmiðilinn var Ryan mjög duglegur að ná fyrri styrk í ræktinni eftir óhappið.

 
A post shared by ryan (@ryanphillippe) on
 
A post shared by ryan (@ryanphillippe) on

Leikarinn hefur ávallt lagt mikla áherslu á að halda sér í góðu formi, eins og hann sagði í viðtali við tímaritið PEOPLE í fyrra.

„Hreyfing er mín hugleiðsla og heldur mér í jafnvægi. Ég er búinn að vera með sama þjálfara í tuttugu ár. Hann heitir Happy Hill. Ég hef æft með honum 4 til 5 sinnum í viku síðustu tuttugu árin,“ sagði Ryan í viðtalinu og bætti við að öldrunarferlið væri bærilegra í góðu líkamlegu formi.

„Ef við hugsum vel um okkur á þrítugs-, fertugs- og fimmtugsaldrinum, og gerum það reglulega, er öldrunarferlið ekki eins óvægið. Það er sannleikurinn. Mér er sama um líkamsbyggingu þína og hvort þú sért karlkyns eða kvenkyns. Ef þú ert að hreyfa þig og æfa og hugsa vel um þig þá verður öldrunarferlið ekki eins óþægilegt. Við verðum öll að ganga í gegnum það.“

 
A post shared by ryan (@ryanphillippe) onAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.