Glamour

,,Kona sem notar ekki ilmvatn á sér enga framtíð."

Ritstjórn skrifar
Glamour/Getty
Gabrielle ,,Coco” Chanel var ákveðin, sjálfstæð og með góðan smekk. Þessi atriði áttu eftir að koma henni langt. Gabrielle gekk í gegnum ýmislegt sem barn, en hún missti móður sína þegar hún var einungis ellefu ára gömul, og fór þá á munaðarleysingjahæli. Þar ríktu strangar reglur en þar fékk Gabrielle dýrmæta reynslu, hún lærði að sauma. Ásamt því að starfa sem saumakona þá söng hún á næturklúbbum, og er talið að þaðan hafi hún fengið nafnið ,,Coco.”

Gabrielle byrjaði með smáa hattaverslun, og var það eilítið verkefni sem þáverandi ástmaður hennar gaf henni, þar sem hann hafði miklar áhyggjur á því að hún hefði ekkert að gera. ,,Eirðarleysi fer illa í klárar konur, og hún er klár og einnig góð í viðskiptum,” skrifaði Arthur Capel í bréfi til vinkonu sinnar og sagði frá því að hann væri að leita af verkefni fyrir Gabrielle. Draumur Gabrielle var að opna búð sem seldi prjóna- og bómullarvörur, sem var ansi nýtt af nálinni í þá daga.

Hins vegar líkaði Gabrielle illa að vera upp á aðra komin og setti sér það markmið að verða fjárhagslega sjálfstæð á stuttum tíma.

Hattar Gabrielle fengu fljótt athygli því tímaritið Comædia Illustré fjallaði um hana, og fylgdu þá eftir leikkonur og ríkar konur sem vildu kaupa hatta af henni. Gabrielle notfærði sér athyglina, og voru hattarnir hennar oft teknir fyrir í tímaritinu, ásamt viðtölum við Gabrielle sjálfa. Fljótt fóru önnur tímarit að taka eftir og var fjallað um Gabrielle sem hugmyndaríkan listamann. En stíll Gabrielle Coco Chanel skein alltaf í gegn, því einfaldleikinn þótti snilldin við hattana.

Árið 1931 opnaði Gabrielle verslun í Deauville þar sem hún kynnti til leiks þægileg föt fyrir konur. Árið 1918 keypti hún alla bygginguna sem stóð við 31 Rue Cambon í París, og stendur þar Chanel búð enn í dag.


Gabrielle árið 1931. Hún var ávallt með perlufesti um hálsinn.
Gabrielle árið 1937.
Gabrielle Chanel er sögð hafa tekið stóran þátt í að frelsa konuna frá korsilettinu og óþægilegum fatnaði. Á tíma þar sem kjólar og pils þóttu hæfur klæðnaður fyrir konur, kynnti Gabrielle buxur fyrir kvenmenn til leiks. Gabrielle var klár viðskiptakona og mikil kvenhetja á sinn hátt, og sagðist hún hafa frekar valið að giftast vinnu sinni frekar en ástmanni.

Árið 1939, við byrjun á seinni heimsstyrjöldinni, lokaði Chanel sínum verslunum, og sagði þá að það væri ekki tíminn fyrir tísku. 15 árum síðar, árið 1954, ákvað hún að koma sér aftur inn í tískuheiminn. Gabrielle þekkti mörg vinaleg andlit í tískuheiminum og gat komið sér fyrir í Vogue, bæði því franska og ameríska. Gabrielle Chanel dó árið 1971, í hótelherbergi sínu á The Ritz í París, þar sem hún hafði búið í rúm þrjátíu ár. Chanel verður ávallt þekkt fyrir litla svarta kjólinn, dragtina, jakkann, skartið, Chanel-töskuna og ilmvatnið Chanel N°5.

Karl Lagerfeld tók við sem listrænn stjórnandi tískuhússins Chanel árið 1983 og gegnir enn þeirri stöðu í dag. Hann hefur haldið í gildi Coco Chanel en einnig gert tískuhúsið að sínu. ,,Ég geri það sem Coco hefði hatað. Merkið hefur ákveðna ímynd og það er undir mér komið að uppfæra hana. Ég geri það sem hún gerði aldrei. Ég varð að finna minn takt. Ég varð að fara frá því sem Chanel var, til þess sem það getur orðið,” sagði Karl Lagarfeld um Coco Chanel.

Karl Lagerfeld
Ilmurinn er innblásinn af Gabrielle Chanel og hver hún var áður en hún varð hönnuðurinn Coco. Gabrielle var sjálfstæð og örugg. Geislandi og heillandi kona eins og ilmvatnið. 

 

Gabrielle í fallegri köflóttri kápu árið 1931. Köflótt efni hefur fylgt tískuhúsi Chanel í langan tíma, og er það frá henni komið.





×