Sport

Búrið: Þetta var það skrýtnasta og skemmtilegasta sem gerðist á árinu hjá UFC

Towelgate. Það gleymir því enginn er Cormier svindlaði á vigtinni.
Towelgate. Það gleymir því enginn er Cormier svindlaði á vigtinni.

Það er tvöfaldur þáttur af Búrinu á Stöð 2 Sport í kvöld. Í fyrri þættinum verður spáð í spilin fyrir UFC 219 og í þeim síðari verður árið hjá UFC gert upp.

Henry Birgir Gunnarsson stýrir þættinum venju samkvæmt en með honum í þáttum kvöldsins eru Pétur Marinó Jónsson og Steindi Jr. eða Staredown Steindi eins og hann vill láta kalla sig í þættinum.

Í uppgjörsþættinum er stiklað á stóru í skemmtilegu ári hjá UFC. Besti bardaginn valinn sem og besti bardagamaðurinn svo fátt eitt sé nefnt.

Strákarnir skoðuðu líka það skrýtna og skemmtilega sem gerðist og má sjá það hér að neðan.

Fyrri þátturinn hefst á Stöð 2 Sport klukkan 22.00 í kvöld og seinni þátturinn kemur svo beint í kjölfarið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.