Sport

Karlalandsliðið er lið ársins

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu fagna hér sæti á HM í Rússlandi næsta sumar eftir að liðið hafði unnið frábæran sigur á Kósóvó á Laugardalsvelli.
Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu fagna hér sæti á HM í Rússlandi næsta sumar eftir að liðið hafði unnið frábæran sigur á Kósóvó á Laugardalsvelli. Vísir/Eyþór

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er lið ársins að mati Samtaka íþróttafréttamanna.

Liðið tryggði sér sæti í lokakeppni Heimsmeistaramótsins sem fram fer í Rússlandi næsta sumar. Var það í fyrsta skipti í íslenskri íþróttasögu sem fótboltalandslið kemst inn á heimsmeistaramót og er Ísland lang minnsta þjóðin sem hefur tryggt sig í lokakeppnina.

Íslensku strákarnir unnu gríðarsterkan riðil í undankeppninni og sluppu þess vegna við að fara í umspil og gátu slakað á í eyðimörkinni í Katar í landsleikjahléinu í nóvembermánuði.

Liðið tapaði aðeins einum mótsleik á árinu, á útivelli gegn Finnum. Það vann bæði Króatíu og Úkraínu á heimavelli og stórkostlegur 0-3 sigur á Tyrklandi ytra setti liðið í góða stöðu fyrir síðasta mótsleik ársins, gegn Kósóvó á Laugardalsvelli þar sem HM sætið var tryggt.

Bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson tók á móti verðlaununum fyrir liðið við hátíðlega athöfn í Hörpu nú í kvöld, en þetta er í fjórða sinn sem fótboltalandsliðið fær þennan titil.

Birkir Már með verðlaunin í kvöld vísir/ernir


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.