Körfubolti

Jakob Örn stigahæstur í tapi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jakob Örn Sigurðarson.
Jakob Örn Sigurðarson. Vísir/Anton

Jakob Örn Sigurðarson var stigahæstur í liði Borås sem lá fyrir Luleå á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Jakob skoraði 16 stig, eins og Andreas Person, tók 3 fráköst og gaf 2 stoðsendingar.

Leikurinn var jafn eftir fyrsta leikhluta og fóru heimamenn með tveggja stiga forystu inn í hálfleikinn 34-32. Gestirnir stigu hins vegar fram úr í þriðja leikhluta og gáfu forystuna ekki eftir aftur.

Leiknum lauk með sjö stiga sigru Luleå, 62-69.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.