Sport

Dana býst ekki við Conor í búrinu fyrr en næsta sumar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Dana og Conor ná vonandi saman fljótlega.
Dana og Conor ná vonandi saman fljótlega. vísir/getty

Það liggur enn ekki fyrir hvenær Conor McGregor berst næst hjá UFC en forseti sambandsins segir að það verði ekki á næstunni.

Conor hefur verið að njóta lífsins síðan hann varð milljarðamæringur eftir að hafa barist við Floyd Mayweather í boxbardaga í ágúst.

„Við skulum byrja á því að komast í gegnum hátíðirnar. Conor fer vonandi að kitla í fingurna að koma aftur eftir áramót og vonandi komum við honum í búrið næsta sumar,“ sagði Dana White, forseti UFC.

Conor barðist síðast hjá UFC í nóvember á síðasta ári og það verða líklega erfiðar samningaviðræðurnar við hann þar sem hann er kominn í launaflokk sem er langt fyrir ofan alla aðra bardagakappa hjá UFC.

„Peningar skipta auðvitað alltaf máli en við höfum alltaf náð samkomulagi við Conor. Ég hef engar áhyggjur af peningahliðinni,“ bætti White við.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.