Lífið

Bono þykir tónlist vera orðin „mjög stelpuleg“

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Bono!
Bono! Vísir/getty
Hinni írski Paul David Hewson, eða Bono, segir að tónlist nútímans skorti allt rokk og ról. Í viðtali við Rolling Stone segir söngvari U2: „Mér finnst tónlist vera orðin mjög stelpuleg.“

Þó svo að hann bæti við að þð sé ekki alls kostar slæmt þá þyki honum miður að hip-hop, að hans mati, sé tónlistarformið sem strákar grípi til vilji þeir fá útrás fyrir reiði sína.

Bono segist þó hafa fulla trú á því að rokkið muni eiga endurkomu og að hinn 18 ára gamli sonur hans, Elijah, sé sama sinnis.

„Þegar ég var 16 ára var ég uppfullur af reiði,“ segir Bono og bætir við að reiði sé samofin rokkinu. „Margar frábærar rokksveitir virðast hafa hana, það er til að mynda ástæðan fyrir því að The Who var svona góð hljómsveit. Sömuleiðis Pearl Jam. Eddie [Wedder, söngvari sveitarinnar] bjó yfir þessari reiði," seigr Bono.

Viðtalið við Bono, þar sem hann ræðir meðal annars um kynni sín af lífshættum, má nálgast hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×